lau 09. október 2021 14:00
Aksentije Milisic
Heimild: Þungavigtin 
KR sagt hafa boðið fjóra og hálfa milljón í Valgeir - HK neitaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt Hlaðvarpsþættinum Þungavigtin þá hefur HK neitað tilboði KR í Valgeir Valgeirsson, leikmann liðsins. Tilboðið er sagt hljóðað upp á fjórar og hálfa milljón króna.

HK féll úr deild þeirra bestu á nýliðnu tímabili og nú eru liðin í efstu deild farin að reyna við þeirra bestu leikmenn.

Birnir Snær Ingason er sagður vera á leið til Íslandsmeistara Víkings og ljóst er að Valgeir gæti einnig verið á leiðinni burt.

„„KR-ingar eru með opið heftið núna og buðu fjórar og hálfa í Valgeir Valgeirsson," sagði Kristján Óli Sigurðsson í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin.

„Kristófer Þór Pálsson, gjaldkerinn í Kórnum, sagði takk en nei takk. Fjórar og hálf er ekki neitt fyrir okkur í Kórnum. Þeir þurfa að bjóða betur, það eru mörg lið sem fara á eftir honum, ég trúi bara ekki öðru.“


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner