PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   fim 09. október 2025 11:56
Kári Snorrason
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Björgvin Brimi er fæddur árið 2008.
Björgvin Brimi er fæddur árið 2008.
Mynd: Víkingur

Björgvin Brimi Andrésson skrifaði undir samning við Íslandsmeistara Víkings út árið 2029 í gær en hann kom frá uppeldisfélagi sínu, Gróttu. Nýjasti leikmaður Víkings kom í viðtal hjá Fótbolta.net og ræddi vistaskiptin.


„Þetta er mjög spennandi, geggjað 'move' og gaman að spila fyrir besta klúbb á Íslandi. Það voru nokkur önnur lið (sem sýndu áhuga) í Bestu-deildinni. En Víkingar heilluðu mest. Það er ekki spurning ef Víkingur spyr þig um að koma þá væntanlega fer maður.“ 

Víkingur sýndi áhuga á Björgvini fyrr í sumar en Grótta neitaði tilboðinu. 

„Þegar Víkingur sýnir áhuga á manni þá veit maður að það er ekkert grín. Auðvitað vill maður fara.“ 

Bróðir Björgvins er Benóný Breki Andrésson, leikmaður Stockport í Englandi. Björgvin segir þá vera ólíka leikmenn, en þó báða með markanef.

„Ég er snöggur kantmaður sem vill taka leikmann á. Ég get spilað hægra og vinstra megin, hvar sem er. Hann (Benóný) er stór og vill fá hann í boxið. Ég vil fá hann meira í lappir og keyra á menn. En maður vill alltaf skora, þetta er í blóðinu.“ 

Viðtalið við Björgvin má sjá í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner