Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 09. nóvember 2019 13:20
Ívan Guðjón Baldursson
Bose-mótið: FH byrjar á sigri í Skessunni
FH notaði marga unga leikmenn í dag og þessir spiluðu sinn fyrsta leik. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson, Magnús Fannar Magnússon, Haukur Leifur Eiríksson, Róbert Thor Valdimarsson, Ásgeir Marinó Baldvinsson, Viktor Smári Elmarsson og Jóhann Ægir Arnarsson
FH notaði marga unga leikmenn í dag og þessir spiluðu sinn fyrsta leik. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson, Magnús Fannar Magnússon, Haukur Leifur Eiríksson, Róbert Thor Valdimarsson, Ásgeir Marinó Baldvinsson, Viktor Smári Elmarsson og Jóhann Ægir Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH 4 - 1 Víkingur R.
1-0 Þórður Þorsteinn Þórðarson (víti)
2-0 Þórir Jóhann Helgason
3-0 Ásgeir Marinó Baldvinsson
3-1 Örvar Eggertsson
4-1 Jónatan Ingi Jónsson

FH vann Víking R. í fyrstu umferð Bose mótsins. Liðin mættust í Skessunni, nýrri knatthöll FH-inga í Hafnarfirðinum.

FH komst í þriggja marka forystu í leiknum. Þórður Þorsteinn Þórðarson skoraði úr vítaspyrnu áður en Þórir Jóhann Helgason og Ásgeir Marinó Baldvinsson gerðu út um leikinn.

Örvar Eggertsson gerði eina mark Víkings R. í leiknum og kom liðinu í 3-1 áður en Jónatan Ingi Jónsson skoraði fjórða mark FH.

Grótta og KR eru einnig í riðlinum og eigast þau við næsta föstudag.

Víkingur R. spilar við Gróttu á fimmtudaginn í næstu viku og mun FH mæta KR í Skessunni eftir tvær vikur.

Sjáðu leikafyrirkomulag Bose mótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner