Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 09. nóvember 2022 12:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Hvar er Willum?
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Willum, sem er 24 ára, hefur spilað einn landsleik. Sá kom í upphafi árs 2019.
Willum, sem er 24 ára, hefur spilað einn landsleik. Sá kom í upphafi árs 2019.
Mynd: Go Ahead Eagles
Marki Willums gegn Ajax fagnað.
Marki Willums gegn Ajax fagnað.
Mynd: EPA
Aron Elís hefur í undanförnum átta deildarleikjum spilað 76 mínútur.
Aron Elís hefur í undanförnum átta deildarleikjum spilað 76 mínútur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir er ekki í stóru hlutverki hjá félagsliði sínu.
Birkir er ekki í stóru hlutverki hjá félagsliði sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Egill hefur verið fastamaður í landsliðshópnum í rúmt ár.
Mikael Egill hefur verið fastamaður í landsliðshópnum í rúmt ár.
Mynd: Getty Images
Það vakti athygli þegar landsliðshópurinn fyrir Eystrasaltsbikarinn var tilkynntur í gær. Nokkur nöfn sem hafa verið viðloðin hópinn á þessu ári voru ekki á lista. Hægt er að nefna Jón Daða Böðvarsson, Alfreð Finnbogason, Hjört Hermannsson, Albert Guðmundsson, Guðlaug Victor Pálsson og svo var enginn Willum Þór Willumsson.

Alfreð glímir við meiðsli, Guðlaugur Victor dró sig út úr hópnum á dögunum og landsliðsþjálfarinn tjáði sig um Albert Guðmundsson fyrir síðasta landsliðsverkefni.

Enginn fréttamannafundur var haldinn þegar hópurinn var tilkynntur í gær, landsliðið er í öðru verkefni, utan alþjóðlegs landsleikjaglugga og mun spila vináttulandsleik gegn Suður-Kóreu á föstudag. Einungis einn í núverandi landsliðshópi verður áfram í hópnum þegar haldið verður í næsta verkefni. Það er fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.

Willum Þór hefur spilað virkilega vel með Go Ahead Eagles í efstu deild í Hollandi. Hann er lykilmaður liðsins og hefur verið einn besti leikmaður þess í síðustu leikjum. Willum hefur byrjað síðustu átta leiki liðsins, skorað þrjú mörk og lagt upp tvö. Liðið er taplaust í síðustu átta leikjum og gerði m.a. jafntefli við Hollandsmeistara Ajax í upphafi síðasta mánaðar, Willum skoraði jöfnunarmarkið á lokakaflanum. Það hefur verið erfitt fyrir Willum að vinna sér sæti í hópnum, var af einhverjum ástæðum ekki valinn í mars og var svo meiddur þegar liðið kom saman í júní. Í september var hann svo nýstiginn upp úr meiðslum og nýkominn til nýs félags.

Ég skil ekki hvernig það er ekki pláss fyrir miðjumann sem er að spila þetta vel í landsliðshópnum. Hér að neðan reyni ég aðeins að rýna í stöðu mála hjá miðjumönnum landsliðsins.

Níu kostir á miðsvæðið
Níu leikmenn í hópnum geta spilað á miðjunni. Það eru þeir Aron Einar Gunnarsson, Aron Elís Þrándarson, Stefán Teitur Þórðarson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Þórir Jóhann Helgason, Hákon Arnar Haraldsson, Birkir Bjarnason, Mikael Neville Anderson, Mikael Egill Ellertsson.

Aron Einar spilar annað hvort sem djúpur miðjumaður eða miðvörður í liðinu. Hann er lykilmaður í sínu félagsliði og er að spila með landsliðinu í verkefninu sem nú er í gangi. Með komu Sverris Inga aftur í landsliðshópinn gæti landsliðsþjálfarinn hugsað með sér að færa Aron upp á miðju liðsins.

Aron Elís er varamaður hjá OB í Danmörku og hefur ekki byrjað deildarleik síðan í ágúst.

Stefán Teitur er lykilmaður hjá Silkeborg sem er eitt besta lið Danmerkur og spilaði í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Ísak Bergmann byrjaði þrjá leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með FCK og kemur við sögu í öllum leikjum ríkjandi meistaranna.

Þórir Jóhann er varamaður hjá Lecce í Seríu A en hefur sýnt það með landsliðinu að þar á hann heima og verið einn besti leikmaður liðsins undir stjórn núverandi landsliðsþjálfara.

Hákon Arnar hefur spilað virkilega vel að undanförnu, skoraði í Meistaradeildinni á dögunum, og er ásamt Ísaki einn af okkar mest spennandi leikmönnum.

Birkir er í litlu hlutverki hjá Adana í Tyrklandi, spilar aðallega í bikarnum, en hefur byrjað alla landsleiki sem hann hefur verið valinn í síðan 2017.

Mikael Anderson er lykilmaður hjá AGF, glímdi við meiðsli í síðasta mánuði en er mættur til baka á völlinn. Hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Albaníu í síðasta landsliðsverkefni.

Mikael Egill er varamaður hjá Spezia í Serie A, hefur byrjað einn deildarleik og kemur reglulega inn á sem varamaður.Út frá þessari upptalningu eru stærstu spurningamerkin í þessu vali Birkir, Mikael Egill og Aron Elís. Hugsunin gæti verið sú að þeir Birkir og Aron Elís geta leyst stöðu djúps miðjumanns. Í leikkerfi landsliðsins er spilað með einn djúpan miðjumann (sexu) og tvo fyrir framan (áttur). Mikael Egill hefur verið í hópnum hjá Arnari í rúmt ár, margir sett spurningamerki við það en Arnar hefur mikla trú á honum. Mikael Egill og Andri Lucas Guðjohnsen eru áfram gjaldgengir í U21 en horft er í þá sem A-landsliðsmenn og ekkert annað, eru með fast sæti í hópnum.

Varðandi Birki, hver eru rökin fyrir því að velja Birki ef Jón Daði er ekki valinn? Báðir með mikla reynslu, geta miðlað til yngri leikmanna. Jón Daði er að spila meira en Birkir þessa dagana, erfitt að kalla hann byrjunarliðsmann en kemur við sögu í öllum leikjum þegar hann er heill. Jón Daði er ekki þekktur fyrir mikla markaskorun með landsliðinu en hann gefur liðinu gífurlega mikið með sinni vinnslu, eins og margoft hefur verið rætt og ritað.

Svo er hægt að velta fyrir sér af hverju Sveinn Aron, varamaður hjá Elfsborg í Svíþjóð, er í hópnum en ekki Ísak Snær Þorvaldsson, besti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar.

Aron Sigurðarson er svo nafn sem á skilið að vera í umræðunni, er að spila virkilega vel með liði sínu Horsens í Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner