Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 08. nóvember 2022 12:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Landsliðshópurinn fyrir Eystrasaltsbikarinn: Jói Berg og Sverrir Ingi mættir aftur
Jói með fyrirliðabandið í september í fyrra.
Jói með fyrirliðabandið í september í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir kominn aftur.
Sverrir kominn aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson hefur valið hóp sem tekur þátt í Eystrasaltsbikarnum núna seinna í nóvember. Á mótinu leika fjórar þjóðir og eru þær Eistlandi, Lettland, Litháen og Ísland. Ísland mætir Litháen í undanúrslitum 16. nóvember. Liðið mætir svo Eistlandi eða Lettlandi 19. nóvember.

Þetta er seinna nóvember verkefni landsliðins, en liðið er nú statt í Suður Kóreu þar sem það mætir heimamönnum í vináttuleik á föstudag.

Einn leikmaður sem er í hópnum núna verður einnig með í Eystrasaltsbikarnum. Það er fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.

Það vekur athygli að Sverrir Ingi Ingason og Jóhann Berg Guðmundsson eru mættir aftur í hópinn eftir langa fjarveru. Jóhann lék síðast með liðinu í september fyrir rúmu ári síðan og Sverrir var síðast í hópnum í mars fyrir einu og hálfu ári síðan.

Þrjár breytingar eru á hópnum frá þeim hópi sem var valinn fyrir leikina gegn Venesúela og Albaníu í september. Valgeir Lunndal kemur inn fyrir Guðlaug Victor Pálsson, Jóhann Berg kemur inn fyrir Alfreð Finnbogason sem er frá vegna meiðsla og Sverrir Ingi kemur inn fyrir Hjört Hermannsson. Þá er Alfons Sampsted í hópnum en hann þurfti að draga sig úr hópnum áður en síðasta verkefni hófst. Albert Guðmundsson er annað verkefnið í röð ekki valinn í hópinn.

Hópurinn
Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 19 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 1 leikur
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir
Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 13 leikir
Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 43 leikir, 2 mörk
Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 11 leikir
Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk
Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 9 leikir
Sverrir Ingi Ingason - PAOK - 39 leikir, 3 mörk
Valgeir Lunddal Friðriksson - BK Häcken - 3 leikir
Aron Elís Þrándarson - OB - 15 leikir, 1 mark
Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 23 leikir, 2 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 13 leikir, 1 mark
Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 15 leikir, 2 mörk
Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 14 leikir, 2 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 23 leikir, 4 mörk
Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 5 leikir
Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 112 leikir, 15 mörk
Mikael Neville Anderson - AGF - 16 leikir, 2 mörk
Mikael Egill Ellertsson - Spezia Calcio - 8 leikir
Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 81 leikur, 8 mörk
Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 16 leikir, 1 mark
Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 11 leikir, 2 mörk
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner