Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. desember 2022 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrír markverðir skrifa undir hjá Gróttu (Staðfest)
Lengjudeildin
Markverðirnir þrír og markmannsþjálfarinn Gareth Owen
Markverðirnir þrír og markmannsþjálfarinn Gareth Owen
Mynd: Grótta
Mynd: Grótta
Grótta tilkynnti á samfélagsmiðlum í dag að þrír markverðir hefðu skrifað undir samninga við félagið fyrir komandi tímabil. Kristófer Leví Sigtryggsson hefur framlengt sinn samning við félagið og þá hefur Grótta krækt í tvo aðra markverði.

Theódór Henriksen kemur frá Breiðabliki og Rafal Stefán Daníelsson kemur frá Þrótti Vogum. Þeir koma inn eftir að Jón Ívan Rivine, aðalmarkvörður Gróttu á síðasta tímabili, ákvað að fara í Fylki.

Rafal Stefán er fæddur árið 2001 og er uppalinn hjá Hetti Egilsstöðum og Fram. Rafal lék með unglingaliðum enska félagsins Bournemouth árið 2019 en hefur frá árinu 2020 verið aðalmarkvörður Þróttar Vogum. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall á Rafal að baki 65 meistaraflokksleiki fyrir Þrótt, þar af 20 leiki í Lengjudeildinni í sumar.

Theódór er fæddur árið 2003 og hefur leikið allan sinn feril með yngri flokkum Breiðabliks.

Kristófer Leví Sigtryggson gekk til liðs við Gróttu fyrir síðastliðið tímabil og hefur síðustu mánuði unnið hörðum höndum að því að ná sér eftir meiðsli. Hann er 22 ára, var aðalmarkvörður Völsungs í 2. deild sumarið 20221 en hafði áður spilað meistaraflokksleiki fyrir ÍR, Fylki og GG.

Gareth Owen, markmannsþjálfari meistaraflokks, fagnaði því að samningar við markverðina væru í höfn: „Grótta er að tryggja sér afar frambærilega markverði fyrir komandi tímabil. Metnaðarfulla stráka sem eru tilbúnir til að leggja hart að sér til að ná árangri. Þeir verða allir mikilvægir hlekkir í æfingahóp og liði Gróttu og ég hlakka mikið til að vinna með þeim."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner