Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 09. desember 2023 22:43
Brynjar Ingi Erluson
Allt á uppleið eftir innkomu Kristians
Kristian Nökkvi í leik með Ajax
Kristian Nökkvi í leik með Ajax
Mynd: EPA
Kristian Nökkvi Hlynsson er að eiga viðbuarðaríkt tímabil með aðalliði Ajax, en allt hefur gjörbreyst eftir innkomu hans.

Ajax byrjaði tímabilið ömurlega. Liðið var lengi vel að berjast á botninum, en hefur nú unnið síðustu fjóra leiki sína.

Kristian Nökkvi var tekinn inn í aðalliðið snemma tímabils og er nú fastamaður.

Hann byrjaði í 2-1 sigri Ajax á Sparta Rotterdam í kvöld. Hann átti nokkrar skottilraunir og var fremur líflegur áður en honum var skipt af velli á 65. mínútu.

Ajax er nú komið upp í 5. sæti deildarinnar með 24 stig, ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti.

Kristian hefur samtals spilað ellefu deildarleiki á tímabilinu og gert fjögur mörk.

Rúnar Már Sigurjónsson lagði þá upp sigurmark Voluntari í 2-1 sigrinum á Rapid Bucaresti í rúmensku deildinni. Rúnar kom inn af bekknum á 62. mínútu og lagði upp markið ellefu mínútum síðar.

Voluntari er í 9. sæti með 24 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner