Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   mán 09. desember 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Allegri sagður klár í að taka við West Ham eftir tímabilið
Mynd: Getty Images
Stjórasæti Julen Lopetegui hjá West Ham er sagt sjóðandi heitt og segja ítalskir fjölmiðlar að forráðamenn félagsins hafi þegar rætt við Massimiliano Allegri til að kanna hvort hann hafi áhuga á að taka við liðinu.

Miklar væntingar voru gerðar til Lopetegui þegar hann var ráðinn en liðið hefur tapað sjö af fyrstu fjórtán deildarleikjum sínum á tímabilinu.

Allegri er án starfs en sagði við West Ham að hann hefði ekki áhuga á að taka við á miðu tímabili.

TalkSport segir að Allegri hafi látið vita að hann væri opinn fyrir því að taka við West Ham eftir tímabilið.

Spurning er hvort Hamrarnir gætu hugsað sér að ráða bráðabirgðastjóra út tímabilið með það í huga að Allegri taki við næsta sumar.

Juventus hefur fimm sinnum unnið Ítalíumeistaratitilinn undir stjórn Allegri og þá gerði hann AC Milan einnig að meisturum.
Athugasemdir
banner
banner