Sergine Modou Fall er búinn að framlengja samning sinn við Vestra og mun því leika með liðinu í Bestu deildinni á næstu leiktíð eftir að Ísfirðingar björguðu sér frá falli í haust.
Sergine kom fyrst til Íslands árið 2015 og lék þá með BÍ/Bolungarvík áður en Vestri varð til.
Sergine hefur spilað yfir 150 leiki fyrir Vestra frá stofnun félagsins, auk þess að spila um 40 keppnisleiki fyrir ÍR í íslenska boltanum.
Á síðustu leiktíð spilaði Sergine 21 leik í Bestu deildinni og 2 í Mjólkurbikarnum, en hann er 31 árs gamall.
Athugasemdir