Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 10. janúar 2019 09:00
Magnús Már Einarsson
Heimir: Það hafa komið íslensk nöfn inn á borð
Heimir Hallgrímsson þjálfaði íslenska landsliðið frá 2012 til 2018.
Heimir Hallgrímsson þjálfaði íslenska landsliðið frá 2012 til 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það hafa auðvitað komið íslensk nöfn inn á borð hjá okkur. Við höfum skoðað þau af sama áhuga og hina," sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari Al Arabi, í í Miðjunni á Fótbolta.net í gær.

Heimir má hafa þrjá leikmenn utan Asíu í leikmannahópi sínum hjá Al Arabi og hann er með tvö slík sæti laus í augnablikinu. Íslenskir leikmenn koma til greina en Heimir segir ekkert öruggt í þeim efnum.

„Við vitum meira um þá og þeir hafa karakter sem erum svolítið að leita eftir. Við erum ekki að fara að fylla þetta lið af íslenskum leikmönnum. Við þurfum að vega og meta hvað er best fyrir hópinn miðað við það sem við höfum," sagði Heimir.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði og miðjumaður Cardiff, var orðaður við Al Arabi á dögunum.

„Það væri ekki slæmt að fá hann. Hann er með þann karakter sem við erum að leita eftir. Ég veit samt ekki hvort (Neil) Warnock vinur minn yrði ánægður ef ég myndi hringja og spyrja," sagði Heimir og hló.

Smelltu hér til að hlusta á Heimi í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner