Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   fim 10. janúar 2019 14:00
Arnar Helgi Magnússon
Pogba: Ætti að vera eðlilegur hlutur að vinna leiki
Manchester United æfir nú í Dubai þessa dagana en liðið undirbýr sig fyrir stórleikinn gegn Tottenham á sunnudaginn.

Paul Pogba hefur heldur betur náð sér á strik undir stjórn Ole Gunnar Solskjær en liðið hefur unnið alla fimm leiki liðsins undir stjórn Norðmannsins.

„Þegar þú spilar fyrir Mancheser United þá ætti að vera eðlilegur hlutur að vinna fótboltaleiki. Auðvitað er enska úrvalsdeildin mjög erfið en síðustu fimm leikir hafa gefið okkur mikið sjálfstraust," segir sá franski.

„Andlega erum við sterkir og tilbúnir í ástök. Við þurfum að halda áfram á sömu braut og þá munu hlutirnir gerast."

Pogba var valinn besti leikmaður Manchester United í desembermánuði.

„Það er frábær viðurkenning. Ég var ekki að spila mikið mánuðinn á undann. Ég nýt þess að vera kominn út á völl með strákunum."
Athugasemdir
banner