Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. janúar 2022 12:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óttast ekki að veiran dreifi sér víðar
Icelandair
Mynd: EPA
Greint var frá því á fyrir fjölmiðlafund í morgun að Brynjólfur Andersen Willumsson hefði greinst með covid-19 og væri í einangrun á hóteli landsliðsins í Tyrklandi.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, var spurður hvort hann óttaðist um að smitum myndi fjölga og þetta yrði vandamál fyrir hópinn.

„Nei, þetta verður aldrei vandamál fyrir okkur, við leysum það bara. Þetta er eitthvað sem við höfum enga stjórn á (að leikmaður smitist)," sagði Arnar.

„Við erum bara mjög þakklátir fyrir alla þá hjálp og ráðgjöf sem við höfum fengið frá Íslandi það eru sérfræðingar í þessum málum sem eru með okkur í liði í þessu. Það er þægilegt að vita af því að við förum eftir öllum þeim reglum sem gilda. Þetta er bara svona, er út um allt en við tökum bara á því. Ég býst ekki við því að smitin verði fleiri, það eru allir búnir að fara í „test". Þetta lítur ágætlega út," bætti Arnar við.

Ísland á leik gegn Úganda á miðvikudag og leik gegn Suður-Kóreu á laugardag.

Athugasemdir
banner
banner
banner