Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. janúar 2022 13:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tækifæri til að anda að sér öðru andrúmslofti og finna jákvæðan takt
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Jón Daði Böðvarsson hefur ekkert verið á fótboltavellinum síðan í ágúst. Hann hefur verið í frystinum hjá Millwall og ekki fengið mínútur þrátt fyrir skort á aðalliðsleikmönnum vegna veikinda og meiðsla. Jón Daði var ekki valinn í verkefni landsliðsins undir lok síðasta árs.

Hann er í íslenska landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir vináttuleiki gegn Úganda og Suður-Kóreu. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, var spurður út í sóknarmanninn. Hvernig er samtalið við hann og standið á honum?

„Það góða við hann Jón Daða er að hann er ótrúlegur atvinnumaður," sagði Arnar.

„Við völdum hann ekki einungis fyrir það sem hann hefur gert fyrir íslenska landsliðið heldur höfðum við að sjálfsgögðu samband við hans félag og hans þjálfarateymi til að vita hvernig gengur á æfingum, hvernig hans hugarástand var. Hann er mikill atvinnumaður og hefur æft mjög vel alla þessa mánuði sem hann hefur verið úti í kuldanum."

„Það er gott að fá hann, við þjálfararnir vitum hvað við fáum frá honum. Ég finn það á honum að hann er ánægður að vera kominn í þetta aftur, nýtt umhverfi fyrir hann, fær aðeins að anda að sér öðru andrúmslofti og reyna finna jákvæðan takt aftur og spila fótboltaleik,"
sagði Arnar.

Arnar talaði einnig um reynslu Jóns Daða í síðustu viku og má lesa meira um það hér.

Sjá einnig:
Jón Daði: Ég er ekkert í stöðu til að velja mér stað til að vera á (5. des '21)
Athugasemdir
banner
banner