Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 10. janúar 2022 12:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrír íslenskir þjálfarar efstir á blaði Arnars - Allir eru í starfi
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson
Arnar Þór Viðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason er með A-landsliðinu í Tyrklandi. Gæti hann verið einn af þremur sem Arnar er með á blaði?
Ólafur Ingi Skúlason er með A-landsliðinu í Tyrklandi. Gæti hann verið einn af þremur sem Arnar er með á blaði?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég ætla ekki að fara nefna alla þá sem ég hef talað við
Ég ætla ekki að fara nefna alla þá sem ég hef talað við
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Hann var spurður út í þróun mála varðandi ráðningu á aðstoðarþjálfara.

Íslenska landsliðið er statt í Tyrklandi og mætir Úganda og Suður-Kóreu í vináttuleikjum í vikunni. Arnar er með þá Davíð Snorra Jónasson (þjálfara U21) og Ólaf Inga Skúlason (þjálfara U19) sér til aðstoðar.

Fyrstu þrír Íslendingar - Helst að vera búsettur á Íslandi
Arnar er með fimm nöfn á blaði þegar kemur að ráðningu á nýjum aðstoðarmanni. Eru þetta allt íslenskir aðilar?

„Fyrstu þrír á blaði hjá mér eru Íslendingar. Mér finnst það vera best fyrir liðið, KSÍ sem og íslenskan fótbolta að vera með íslenskan aðstoðarþjálfara. Helst aðila sem er búsettur á Íslandi. ég er ekki 100 prósent af tímanum á Íslandi þó ég sé mikið þar. Mér og mínum yfirmönnum hefur fundist að það hafi verið réttast að fara þá leið. Númer 1, 2 og 3 eru Íslendingar og strax eftir leikina förum við í það að reyna að klára þau mál,“ sagði Arnar á fundi í dag.

Aðstoðarþjálfari landsliðsins er fullt starf - Efstu þrír eru í öðru starfi
Eru þessir þrír aðilar í starfi? Og ef þeir eru í starfi mættu þeir halda því starfi áfram?

„Aðstoðarþjálfarastarfið fyrir KSÍ er fullt starf. Við höfum verið í því undanfarin ár. Okkar reynsla í örugglega tíu ár hefur verið þannig að þjálfari og aðstoðarþjálfari væru í fullu starfi. Ég held að það sé eðlilegt að það sé þannig, því verður ekkert breytt núna. Það væri ómögulegt að vera í starfi fyrir utan KSÍ og ætla sér síðan að vera aðstoðarþjálfari."

„Þessir þrír eru í starfi,"
staðfesti Arnar.

Leitað ráða hjá mjög mörgum
Ertu byrjaður að ræða við einhvern af þeim?

„Já, að sjálfsögðu. Ef ég myndi geta gefið ykkur upp nöfnin þá myndi ég gera það. Ég hef talað við marga aðila, mjög mikið af þjálfurum undanfarna mánuði. Leitað ráða hjá mjög reyndum þjálfurum, bæði Íslendingum og erlendum. Einnig hef ég leitað mér ráða hjá kollegum mínum í útlöndum. Þessir aðilar sem ég hef rætt mest við, þeir vita af áhuga á mínum."

„Ég veit alveg hvernig prófíl ég vil fá, ég veit hvernig þjálfara ég er að leita að. Það þarf að klára þetta ráðningarferli, gera það almennilega, tala við fólkið nokkrum sinnum. Láta fólk gera lítið verkefni fyrir þig til að kynnast því aðeins betur. Þetta eru allt hlutir sem við höfum gert undanfarin mánuð. Eins og ég sagði í síðustu viku var þetta aðeins sett á ís á meðan við undirbjuggum þetta verkefni sem er í gangi núna."

„Þetta er mikilvægt verkefni fyrir mig, þó að þetta sé fyrir utan glugga. Mikilvægt fyrir okkur að geta eytt tíma með leikmönnum og kynnst nýjum leikmönnum, öðrum leikmönnum sem voru kannski ekki í hópnum á síðasta ári. Ráðningaferlið er komið mjög langt, það er ekkert leyndarmál."


Aldur ekki svo mikilvægur
Viltu fá reyndari og eldri mann í starfið, eða skiptir það kannski ekki öllu máli?

„Það skiptir kannski ekki öllu máli. Það sem ég vil er að vinna með fólki sem maður getur treyst. Fá mann sem þekkir ekki bara íslenska knattspyrnu heldur þekkir líka umhverfið, hefur reynslu í landsliðsumhverfi, ef það eru aðilar með mikla reynslu og eru eldri gæti það verið plús. Aldurinn er ekki svo mikilvægur samt."

Vildi ekki staðfesta hvort hann hefði rætt við Heimi Hallgríms
Áttiru einhver samtöl við Heimi Hallgrímsson?

„Ég ætla ekki að fara nefna alla þá sem ég hef talað við. Þetta eru aðilar sem ég hef leitað til og er að viðra þær hugmyndir sem ég hef," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner