Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 10. janúar 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Boehly hættur sem framkvæmdastjóri Chelsea
Mynd: EPA

Todd Boehly hefur gegnt hlutverki framkvæmdastjóra Chelsea síðan hann tók við sem eigandi félagsins af Roman Abramovich.


Marina Granovskaia var framkvæmdastjóri félagsins á tímum Abramovich en lét af störfum eftir að hann seldi félagið.

Sem framkvæmdastjóri félagsins hafði Boehly mikið að segja varðandi kaup leikmanna en liðið hefur eytt yfir 350 milljónum punda á þessari leiktíð.

Christopher Vivell, tæknilegur ráðgjafi félagsins og Paul Winstanley, sem er hefur verið einhverskonar yfirmaður í félagsskiptum hjá félaginu eru teknir við þeirri ábyrgð hjá félaginu.

Boehly mun áfram hafa mikið að segja um félagaskipti Chelsea en liðinu hefur gengið illa að undanförnu og situr í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Boehly hefur fengið talsverða gagnrýni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner