Antoine Semenyo stimplaði sig vel inn í lið Man City í dag þegar liðið vann 10-1 stórsigur gegn C-deildarliði Exeter í enska bikarnum.
Semenyo gekk til liðs við Man City frá Bournemouth í gær og var hent beint í byrjunarliðið í dag.
Hann gerði sér lítið fyrir og lagði upp og skoraði í dag. Pep Lijnders, aðstoðarþjálfari Pep Guardiola, stýrði liðinu í dag og ræddi við fréttamenn eftir leikinn.
„Það er auðveldara fyrir hann að aðlagast þegar liðið spilar svona, hann er að aðlagast vel, hann er auðmjúkur. Við höfum fylgst með honum lengi en hann kemur með eitthvað í fremstu línuna sem við viljum og þurfum á að halda," sagði Lijnders.
Athugasemdir




