Thomas Frank er undir gríðarlegri pressu en liðið tapaði enn einum leiknum í kvöld þegar Aston Villa sló liðið úr leik í enska bikarnum annað árið í röð.
Aston Villa var með 2-0 forystu í hálfleik og stuðningsmenn Tottenham bauluðu á liðið. Tottenham byrjaði seinni hálfleikinn sterkt og Wilson Odobert minnkaði muninn, liðið fékk stuðningsmennina með sér en það dugði ekki til.
Aston Villa var með 2-0 forystu í hálfleik og stuðningsmenn Tottenham bauluðu á liðið. Tottenham byrjaði seinni hálfleikinn sterkt og Wilson Odobert minnkaði muninn, liðið fékk stuðningsmennina með sér en það dugði ekki til.
„Ég skil gremjuna, fullkomlega skiljanlegt. Það var gaman að sjá að liðið og stuðningsmennirnir sameinuðust í seinni hálfleik, þau voru saman og nutu orku hvers annars. Það er það sem við þurfum," sagði Frank.
Tottenham hefur aðeins unnið einn af síðustu sex deildarleikjum sínum og situr í 14. sæti. Það er ljóst að Frank situr í ansi heitu sæti.
Athugasemdir



