Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   lau 10. janúar 2026 22:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Antony lagði upp í jafntefli gegn botnliðinu
Mynd: EPA
Giovani Lo Celso bjargaði stigi fyrir Real Betis þegar liðið gerði jafntefli gegn botnliði Real Oviedo í spænsku deildinni í dag.

Oviedo náði forystunni eftir rúmlega klukkutíma leik en Lo Celso bjargaði stigi fyrir Betis þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Antony þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma.

Girona vann Osasuna en það brutust út slagsmál undir lokin þar sem Lass Kourouma, leikmaður Girona, fékk rautt spjald og nokkur gul spjöld fóru á loft.

Villarreal situr í 3. sæti, þremur stigum á undan Atletico og fjórum stigum á eftir Real og á leik til góða eftir sigur á Alaves sem er í fallbaráttu. Þá gerðu Valencia og Elche jafntefli.

Spænski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrift með því að smella á tengilinn

Villarreal 3 - 1 Alaves
1-0 Alberto Moleiro ('49 )
2-0 Gerard Moreno ('55 )
3-0 Georges Mikautadze ('75 )
3-1 Toni Martinez ('85 )

Valencia 1 - 1 Elche
0-1 Grady Diangana ('75 )
1-1 Pepelu ('87 , víti)

Girona 1 - 0 Osasuna
1-0 Vladyslav Vanat ('44 )
Rautt spjald: Lancinet Kourouma, Girona ('90)

Oviedo 1 - 1 Betis
1-0 Ilyas Chaira ('64 )
1-1 Giovani Lo Celso ('83 )
Athugasemdir
banner
banner
banner