Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   lau 10. janúar 2026 19:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Buendia frábær í sigri Aston Villa - Willum og Alfons unnu
Mynd: EPA
Mynd: Birmingham City
Það var spennandi úrvalsdeildarslagur í enska bikarnum í kvöld þar sem Tottenham fékk Aston Villa í heimsókn.

Aston Villa var með yfirhöndina í fyrri hálfleik og eftir rúmlega tuttugu mínútna leik komst Emiliano Buendia í gegn og skoraði með föstu skoti framhjá Guglielmo Vicario.

Í uppbótatíma fyrri hálfleiks bætti Morgan Rogers við öðru markinu eftir undirbúning Buendia.

Tottenham komst betur inn í leikinn í seinni hálfleik og WIlson Odobert minnkaði muninn.

Buendia var nálægt því að koma Aston Villa í góða stöðu een Pedro Porro gerði gríðarlega vel og bjargaði á línu. Undir lok leiksins komst Xavi Simons í gegn og skoraði en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Nær komst Tottenham ekki og Aston Villa er komið áfram í fjórðu umferð bikarsins.

Willum Þór Willumsson kom inn á sem varamaður þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma þegar Birmingham komst áfram eftir sigur gegn Cambridge United sem leikur í D-deildinni. Alfons Sampsted kom inn á í uppbótatíma.

Jason Daði Svanþórsson var ekki í leikmannahópi Grimsby sem vann nauman sigur á utandeildarliðinu Weston-super-Mare. Þá vann Bristol City öruggan sigur á Watford í Championship slag.

Bristol City 5 - 1 Watford
1-0 Emil Riis ('2 )
2-0 Anis Mehmeti ('37 )
3-0 Rob Atkinson ('66 )
4-0 Emil Riis ('69 )
4-1 Jack Grieves ('74 )
5-1 Emil Riis ('77 )

Cambridge United 2 - 3 Birmingham
0-1 Kai Wagner ('31 )
0-2 Kyogo Furuhashi ('42 )
0-3 Marvin Ducksch ('78 )
1-3 Sullay Kaikai ('80 )
2-3 Sullay Kaikai ('89 )

Grimsby 3 - 2 Weston-super-Mare
1-0 Charles Vernam ('41 )
1-1 Luke Coulson ('49 )
2-1 George McEachran ('70 )
2-2 Louis Britton ('77 )
3-2 Kieran Green ('86 )

Tottenham 1 - 2 Aston Villa
0-1 Emiliano Buendia ('22 )
0-2 Morgan Rogers ('45 )
1-2 Wilson Odobert ('54 )
Athugasemdir
banner
banner
banner