Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   lau 10. janúar 2026 19:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rooney stoltur af bróður sínum - „Vel gert hjá öllum hjá Macclesfield"
Mynd: Macclesfield FC
Utandeildarliðið Macclesfield vann frábæran 2-1 sigur á ríkjandi bikarmeisturum Crystal Palace í enska bikarnum í dag. Macclesfield náði tveggja marka forystu áður en Yeremy Pino klóraði í bakkann undir lokin.

John Rooney er þjálfari Macclesfield en hann er yngri bróðir Wayne Rooney, fyrrum landsliðsmanns Englands og Man Utd.

„Nei [ég trúi þessu ekki]. Ég sat í gærkvöldi og hugsaði: „Hvað ef? Hvað ef?“ En maður heldur aldrei að maður muni ná þessu," sagði John Rooney.

„Eftir fyrri hálfleikinn fannst mér við hafa mikla trú. Mér fannst við vera frábærir í 90 mínútur. Hélt ég að við gætum gert þetta? Nei, líklega aldrei. Sennilega ennþá svolítið hissa, en kredit á leikmennina, mér fannst þeir vera frábærir.“

Wayne Rooney óskaði bróður sínum til hamingju á X.

„Gæti ekki verið stoltari af John bróður mínum. Vel gert hjá öllum hjá Macclesfield. Ótrúlegt afrek og meira en verðskuldað," skrifaði Wayne Rooney.


Athugasemdir
banner
banner