Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu
   sun 11. janúar 2026 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aston Villa hefur áhuga á Tammy Abraham
Mynd: EPA
Aston Villa hefur áhuga á Tammy Abraham, fyrrum framherja Chelsea.

Abraham er 28 ára gamall enskur framherji en hann er á láni hjá Besiktas frá Roma. Hann hefur skorað 12 mörk í 24 leikjum á tímabilinu.

The Telegraph og Fabrizio Romano greina frá því að Aston Villa hafi þegar spurst fyrir um hann.

Aston Villa er í mikilli framherjaleit en félagið er að næla í hinn 16 ára gamla Brian Madjo frá Metz en hann er landsliðsmaður Lúxemborg.
Athugasemdir
banner
banner