Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu
banner
   sun 11. janúar 2026 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ibrahimovic fetar í fótspor föður síns
Zlatan Ibrahimovic
Zlatan Ibrahimovic
Mynd: EPA
Maximilian Ibrahimovic, sonur sænsku goðsagnarinnar Zlatan Ibrahimovic, er að feta í fótspor föður síns en hann er á leið til Ajax frá Milan, Sky á Ítalíu og Fabrizio Romano greina frá þessu.

Hann fer á láni en Ajax hefur möguleika á að kaupa hann. Ef Ajax kaupir hann mun Milan fá ákveðna upphæð ef hann verður seldur frá Ajax.

Ibrahimovic er 19 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður. Hann var hjá Hammarby en gekk til liðs við MIlan árið 2022. Hann hefur spilað með varaliði félagsins síðustu tvö tímabil.

Zlatan sló í gegn hjá Ajax á sínum tíma en hann spilaði þar frá 2001-2004 þar sem hann skoraði 48 mörk í 110 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner