Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu
   sun 11. janúar 2026 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arsenal leitar til öflugasta innkastsþjáfara heims
Mynd: EPA
Föst leikatriði hafa verið fyrirferðamikil í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Ekkert lið hefur sýnt betri árangur á því sviði en topplið Arsenal.

Liðið hefur skorað 14 mörk eftir föst leikatriði en liðið hefur sett enn meira púður í þau.

The Times greinir frá því að félagið hafi leitað til Thomas Gronnemark sem er öflugasti innkastsþjálfari heims í dag.

Gronnemark hefur kíkt á æfingasvæði Arsenal til að leiðbeina liðinu í innköstum.

Hann þekkir vel til í úrvalsdeildinni en Jurgen Klopp leitaði til hans á sínum tíma og hann hjálpaði liðinu þegar Liverpool varð enskur meistari og vann Meistaradeildina undir stjórn Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner