Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 10. febrúar 2020 20:50
Brynjar Ingi Erluson
Emery ræðir Arsenal: Sumar stjörnur voru ekki með rétta viðhorfið
Unai Emery
Unai Emery
Mynd: Getty Images
Unai Emery, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, segist hafa þurft meiri tíma hjá félaginu en hann var látinn taka poka sinn aðeins nítján mánuðum eftir að hann tók við.

Emery tók við Arsenal af Arsene Wenger sumarið 2018 en hann kom liðinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á fyrsta tímabili og þá hafnaði liðið í fimmta sæti deildarinnar.

Hann byrjaði þetta tímabil þó illa og var á endanum rekinn í nóvember en Mikel Arteta er nú við stjórnvölin. Hann ræðir Arsenal, fjóra fyrirliðana sem hann missti síðasta sumar og svo um leikmenn sem vildu meira en þeir áttu skilið.

„Arsenal var klúbbur sem var á niðurleið tveimur árum áður en ég tók við. Við stöðvuðum það og komum liðinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og náðum fimmta sæti deildarinnar, aðeins einu sæti á eftir Tottenham," sagði Emery.

„Við misstum fjóra fyrirliða. Koscielny, Cech, Ramsey og Monreal fóru allir og það hafði áhrif á að halda áfram uppbyggingunni. Sumar stjörnur í liðinu voru ekki með rétta viðhorfið og báðum meira en þeir áttu skilið."

„Með allt þetta í huga þá hefði ég þurfti meiri tíma til að breyta Arsenal á þann hátt sem ég vildi,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner