Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 10. febrúar 2020 19:22
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum leikmaður Coventry í Víking Ó. (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Víkingur Ólafsvík heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi átök í 1. deild karla en enski leikmaðurinn Billy Stedman samdi við félagið í dag.

Stedman er 20 ára gamall sóknartengiliður en hann getur spilað fyrir aftan framherja og á vængnum.

Hann var síðast á mála hjá Coventry City á Englandi en samningur hans rann út síðasta sumar.

Stedman spilaði einn leik fyrir aðallið Coventry en það var í 3-0 tapi gegn U21 árs liði Arsenal í EFL-bikarnum.

Hann var á reynslu hjá Víkingum um mánaðarmótin og þótti standa sig vel og ákvað félagið því að semja við hann.

Víkingur Ó. hafnaði í 4. sæti Inkasso-deildarinnar á síðasta tímabili en eftir tímabilið hætti Ejub Purisevic með liðið og er Jón Páll Pálmason nýr þjálfari Víkings.
Athugasemdir
banner
banner
banner