Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 10. febrúar 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
King: Smá hluti af mér hélt að ég myndi fara til Man Utd
Mynd: Getty Images
„Ég þarf að passa mig aðeins hvað ég segi núna," sagði Joshua King, framherji Bournemouth, í viðtali við TV2 í Noregi þegar hann var spurður út í áhuga Manchester United á sér.

Manchester United bauð 20 milljónir punda í King í síðasta mánuði en því tilboði var hafnað. King var á mála hjá Manchester United á sínum tíma en hann lék einungis með varaliði félagsins.

King viðurkennir að hann hafi vonast til að félagaskiptin til Manchester United myndu ganga í gegn í janúar.

„Smá hluti af mér hafði trú á því að þetta myndi gerast og auðvitað var þetta tilfinningaþrungið fyrir mig því ég fór 16 ára til Englands til að upplifa drauminn og ná markmiðum mínum," sagði King.

„Ég vildi ná þeim með Manchester United en þegar það gekk ekki þá fór ég annað. Þegar þú heyrir að þú ert orðaður við Manchester United og að tilboð hafi verið á borðinu þá færðu auðvitað sömu tilfinningu og þegar þú varst 16 ára."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner