Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 10. mars 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Meistaraspáin - Nær Tottenham að snúa taflinu við?
Hvað gerir Tottenham í Þýskalandi?
Hvað gerir Tottenham í Þýskalandi?
Mynd: Getty Images
Atalanta er í þægilegri stöðu fyrir síðari leikinn í kvöld.
Atalanta er í þægilegri stöðu fyrir síðari leikinn í kvöld.
Mynd: Getty Images
Kristján Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, og Óli Stefán Flóventsson, þjálfari karlaliðs KA, mæta fréttamönnum Fótbolta.net í léttum leik í tengslum við útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Síðari leikirnir í 16-liða úrslitum hefjast í kvöld. Atalanta fer með 4-1 forskot í leik gegn Valencia á Spáni og RB Leipzig er 1-0 yfir gegn Tottenham fyrir leik í Þýskalandi í kvöld.

Kristján Guðmundsson

Valencia 3 - 1 Atalanta (Samanlagt 4-5)
Ítalirnir hafa fengið töluvert af mörkum á sig á útivöllum í keppninni til þessa og framhald verður á því í kvöld ef liðið setur upp sömu leikáætlun og í fyrri leiknum. Valencia sigrar í kvöld en alltaf öruggt að Atalanta fer áfram í keppninni.

RB Leipzig 2 - 0 Tottenham (Samanlagt 3-0)
Gulacsi átti stórleik í markinu fyrir Leipzig í London sem tryggði gríðarlega mikilvægan sigur þeirra í fyrri leiknum. Varnarsinnað upplegg Spurs í kvöld gefur ekkert. Leipzig pressar varnarlínu Tottenham í kaf og tryggir öruggan sigur.

Óli Stefán Flóventsson

Valencia 1 - 2 Atalanta (Samanlagt 2-6)
Er ótrúlega hrifinn af Atalanta liðinu. Þeir kláruðu hreinlega einvígið í fyrri leiknum en ég held að þetta verði alveg leikur. Ætla að tippa á 1-2 útisigur en tæpt verður það.

RB Leipzig 3 - 1 Tottenham (Samanlagt 4-1)
RB Leipzig hafa verið mjög flottir á þessu tímabili. Síðast tippaði ég á Móra en það kom svo bara í ljós að gamli skólinn átti ekki möguleika í þann unga. Tottenham hafa virkað mjög þungir í sínum leik og ég held að þeir eigi bara ekki möguleika í kvöld. Þeir þýsku klára þetta 3-1

Fótbolti.net - Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson

Valencia 2 - 1 Atalanta (Samanlagt 3-5)
Atalanta menn hrikalega flottir í fyrri leiknum sem þeir unnu örugglega á heimavelli og í mjög góðri stöðu fyrir kvöldið, þeir lenda hins vegar 2-0 undir í kvöld og smá von vaknar hjá Spánverjunum. Atalanta menn ná hins vegar að gera út um vonir Valencia með marki og lokatölur í þessum leik 2-1.

RB Leipzig 2 - 0 Tottenham (Samanlagt 3-0)
Mikið meiðsla bras á Tottenham þessa stundina, sérstaklega hjá sóknarmönnum liðsins og það verður til þess að þeir ná ekki að skora í kvöld, verkefnið sem framundan er í Þýskalandi erfitt. Ég held að RB Leipzig muni klára verkefnið nokkuð þægilega og það kæmi ekki á óvart ef Timo Werner yrði á skotskónum.

Staðan í heildarkeppninni:
Fótbolti.net - 6 stig
Kristján Guðmundsson - 3 stig
Óli Stefán Flóventsson - 2 stig
Athugasemdir
banner
banner