þri 10. mars 2020 22:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gasperini ætlar að hafa stóra veislu í júní
Gian Piero Gasperini.
Gian Piero Gasperini.
Mynd: Getty Images
Gian Piero Gasperini, þjálfari Atalanta, tileinkaði þeim sem heima eru á norður-Ítalíu sigurinn á Valencia í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Ítalíu er það land á eftir Kína sem hefur komið verst út úr kórónuveirunni. Um 460 hafa látið lífið á Ítalíu út af veirunni.

Leikurinn á Mestalla var leikinn fyrir luktum dyrum út af kórónuveirunni.

„Við erum mjög ánægðir vegna þess að þessi úrslit eru fyrir svæði sem er að þjást mjög mikið," sagði Gasperini sem er að stýra Atalanta í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins.

„Við vitum að okkar stuðningsmenn komust ekki hingað. Við höfum tíma til að fagna í júní þegar tímabilið klárast. Við munum hafa stóra veislu, líka út af hættunni sem við munum sigrast á."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner