Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. mars 2020 11:49
Elvar Geir Magnússon
Gasperini um kórónaveiruna: Ástandið á Spáni eins og á Ítalíu fyrir mánuði
Gian Piero Gasperini.
Gian Piero Gasperini.
Mynd: Getty Images
Gian Piero Gasperini, stjóri ítalska liðsins Atalanta, segir að tilfinningin sé sú að ástandið á Spáni varðandi kórónaveiruna sé eins og það var á Ítalíu fyrir u.þ.b. mánuði síðan.

Kórónatilfellum hefur fjölgað hratt á Spáni síðustu daga en Atalanta er að fara að spila gegn Valencia í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikurinn verður í Valencia og mun fara fram fyrir luktum dyrum.

Atalanta leiðir 4-1 eftir fyrri leikinn.

„Að vera hérna á Spáni er svipuð tilfinning eins og að vera heima á Ítalíu fyrir mánuði síðan. Það þarf að gera ráðstafanir af heilsufarslegum ástæðum en einnig félagslegum. Heilsufar fólks er samt í algjörum forgangi," segir Gasperini.

Atalanta er á barmi þess að skrifa stóran kafla í sögu félagsins með því að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

„Við megum ekki pæla of mikið í úrslitum fyrri leiksins. Ég tel að með því að hugsa sem minnst um hann stuðli að betri frammistöðu í þessum seinni leik. Við ætlum að klára þetta verkefni og erum ekki farnir að hugsa út í hvað gerist svo."
Athugasemdir
banner
banner
banner