Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. mars 2020 16:06
Elvar Geir Magnússon
Ísland kveður Spán með sigri - Gunnhildur Yrsa með sigurmark
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 1 - 0 Úkraína
1-0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('35)

Íslenska kvennalandsliðið vann 1-0 sigur gegn Úkraínu í lokaleik sínum á Pinatar æfingamótinu á Spáni.

Leikurinn fór rólega af stað en Gunnhildur Yrsa skoraði eina markið um tíu mínútum fyrir hálfleik. Fanndís Friðriksdóttir átti sendingu fyrir og Gunnhildur var ákveðnust í teignum og skoraði.

Ísland var talsvert betra liðið í leiknum og var nær því að bæta við en Úkraína að jafna metin.

Ísland vann tvo 1-0 sigra á mótinu, gegn Norður-Írlandi og Úkraínu, en tapaði 1-0 fyrir Skotlandi.

Lið Íslands:
Byrjunarliðið
Sandra Sigurðardóttir (m)
Guðný Árnadóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
(46 Elísa Viðarsdóttir)
Glódís Perla Viggósdóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
(46 Anna Rakel Pétursdóttir)
Dagný Brynjarsdóttir
(85 Hildur Antonsdóttir)
Agla María Albertsdóttir
(61 Sandra María Jessen)
Fanndís Friðriksdóttir
(60 Hlín Eiríksdóttir)
Elín Metta Jensen
(46 Svava Rós Guðmundsdóttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner