Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. mars 2020 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Leipzig og Atalanta fyrst inn í 8-liða úrslit
RB Leipzig er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
RB Leipzig er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Tottenham, lið sem fór í úrslitin í fyrra, er úr leik. Jose Mourinho var ekki sérstaklega skemmt á varamannabekknum.
Tottenham, lið sem fór í úrslitin í fyrra, er úr leik. Jose Mourinho var ekki sérstaklega skemmt á varamannabekknum.
Mynd: Getty Images
Josip Ilicic skoraði þrennu er Atalanta tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit.
Josip Ilicic skoraði þrennu er Atalanta tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit.
Mynd: Getty Images
Atalanta og RB Leipzig eru fyrstu liðin sem komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2019/20.

Lærisveinar Julian Nagelsmann áttu ekki í stökustu vandræðum með Tottenham. Leipzig vann fyrri leikinn í London 1-0 og tók á móti Spurs í Þýskalandi í dag.

Eins og á Englandi þá byrjaði Leipzig leikinn í kvöld af miklum krafti og var staðan orðin 1-0 eftir tíu mínútur. Marcel Sabitzer skoraði þá með skoti fyrir utan teig sem Hugo Lloris náði að koma hendi á, en ekki nægilega mikið til að halda boltanum frá markinu.

Leipzig hélt bara áfram. Ellefu mínútum síðar skoraði Sabitzer aftur. Serge Aurier gerði slæm mistök og bakvörðurinn Angelino nýtti sér það. Hann sendi boltann fyrir þar sem Sabitzer og skallaði boltann í netið.

Eftirleikurinn var auðveldur og Tottenham gerði ekki mikið til að komast aftur inn í einvígið.

Varamaðurinn Emil Forsberg skoraði þriðja mark á 87. mínútu og lokatölurnar í Þýskalandi 3-0 fyrir heimamenn. Samanlagt 4-0 í þessu einvígi.

Tottenham til varnar þá vantar lykilmenn eins og Moussa Sissoko, Harry Kane og Son Heung-min í liðið. Steven Bergwijn er þá einnig meiddur. Starf Jose Mourinho, stjóra Tottenham, er erfitt í augnablikinu, en liðið er núna úr leik í Meistaradeildinni eftir að hafa farið alla leið í úrslit í fyrra.

Leipzig fer í 8-liða úrslit, ásamt Atalanta sem gerði jafntefli gegn Valencia í markaleik - fyrir framan einn stuðningsmann.

Atalanta vann fyrri leikinn 4-1 og var því í mjög góðum málum fyrir leikinn í kvöld. Staðan batnaði enn fremur þegar Josip Ilicic skoraði úr vítaspyrnu eftir þrjár mínútur.

Kevin Gameiro jafnaði á 21. mínútu, en fyrir leikhlé fékk Atalanta aðra vítaspyrnu sem Ilicic skoraði úr. Staðan var 2-1 í hálfleik, en snemma í síðari hálfleik jafnaði Gameiro aftur. Sýning Gameiro og Ilicic á Mestalla.

Ferran Torres kom Valencia svo yfir á 67. mínútu, en heimamenn voru ekki lengi með þá forystu. Josic Ilicic fullkomnaði nefnilega þrennu sína fjórum mínútum síðar. Ilicic, sá öflugi leikmaður var ekki hættur, því hann skoraði fjórða mark sitt á 82. mínútu og tryggði Atalanta sigurinn.

Á morgun komast tvö lið til viðbótar í 8-liða úrslitin.

Valencia 3 - 4 Atalanta (samanlagt 4-8)
0-1 Josip Ilicic ('3 , víti)
1-1 Kevin Gameiro ('21 )
1-2 Josip Ilicic ('43 , víti)
2-2 Kevin Gameiro ('51 )
3-2 Ferran Torres ('67 )
3-3 Josip Ilicic ('71 )
3-4 Josip Ilicic ('82 )

RB Leipzig 3 - 0 Tottenham (samanlagt 4-0)
1-0 Marcel Sabitzer ('10 )
2-0 Marcel Sabitzer ('21 )
3-0 Emil Forsberg ('87 )

Athugasemdir
banner
banner
banner