Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 10. mars 2023 18:54
Brynjar Ingi Erluson
Gordon sár - „Ég átti risastóran þátt í að halda Everton uppi"
Mynd: Getty Images
Anthony Gordon, leikmaður Newcastle United, sýndi ekki mikla auðmýkt í viðtali sínu við Sky Sports í dag, en hann segist stór ástæða þess að Everton hélt sæti sínu á síðasta tímabili.

Gordon er uppalinn í Everton en hann komst ekki í fast hlutverk þar fyrr en á síðustu leiktíð.

Þá kom hann að sex mörkum í 35 deildarleikjum er liðið hélt sér uppi en í janúar þvingaði hann félagið til að selja sig til Newcastle. Hann fór fram á sölu og neitaði að mæta á æfingar.

Gordon segist elska Everton en var sár að hafa ekki fengið hrós fyrir að eiga risastóran þátt í að halda liðinu uppi.

„Ég hef allt mitt líf spilað fyrir Everton og óska þeim alls hins besta. Ég mun aldrei gleyma þeim og alltaf styðja félagið,“ sagði Gordon.

Everton sendi frá sér stutta yfirlýsingu er Gordon yfirgaf félagið en það særði hann.

„Það særði mig svolítið, ætla ekki að neita því. Ég er 23 ára gamall strákur og mun ekki höndla allar aðstæður fullkomlega, en það særði mig hafa ekki fengið neitt hrós eða þakkir eftir að hafa átt risastóran þátt í að halda liðinu uppi,“ sagði hann enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner