Lewandowski enn á lista í Sádi-Arabíu - Arsenal ætlar að kaupa Neto í janúar - Lingard fer ekki til West Ham
   fös 10. mars 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
KFA fær argentínskan miðvörð (Staðfest)
watermark
Mynd: KFA - Facebook

KFA hefur nælt í argentískan miðvörð að nafni Ivan Moran. Þessi þrítugi miðvörður er uppalinn hjá Boca Juniors. Hann gerir samning út tímabilið.


Hann er örfættur og getur einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar.

„Ivan, sem er 30 ára, kemur með mikla reynslu og leiðtogahæfni inn í hópinn hjá KFA enda verið fyrirliði eða varafyrirliði hjá mörgum af þeim liðum sem hann hefur spilað hjá." Segir í tilkynningu félagsins.

Hann mun því taka slaginn með liðinu í 2. deild í sumar. Liðið hafnaði í 10. sæti í sömu deild síðasta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner