Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 10. mars 2023 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rashford leikmaður mánaðarins í þriðja sinn - Ten Hag verðlaunaður
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: EPA
Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, er leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta er í þriðja sinn á tímabilinu þar sem Rashford fær þessi verðlaun en hann fékk líka viðurkenningu fyrir september og janúarmánuð.

United spilaði fjóra deildarleiki í febrúar og tókst Rashford að skora alls í þeim fjögur mörk.

Ten Hag er stjóri mánaðarins
Þá er Erik ten Hag, stjóri Manchester United, stjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. United tók tíu stig úr þessum fjórum leikjum sem þeir spiluðu. Þetta er í annað sinn þar sem Ten Hag tekur þessi verðlaun.

Man Utd byrjaði á 2-1 sigri gegn Crystal Palace, gerði svo jafntefli gegn Leeds en svaraði því með sigrum gegn Leeds og Leicester City.

United er sem stendur í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner