Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fös 10. apríl 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Djourou leitar réttar síns eftir brottrekstur frá Sion
Johan Djourou, fyrrum miðvörður Arsenal, ætlar að draga svissneska félagið Sion fyrir dómstóla eftir að hann og átta liðsfélagar hans voru reknir frá félaginu fyrir að taka ekki á sig launalækkun.

Djourou og átta aðrir leikmenn, þar á meðal miðjumaðurinn Alex Song, voru reknir frá félaginu eftir að þeir neituðu að taka launalækkun í kjölfar kórónuveirufaraldursins.

Í viðtali við Le Nouvelliste í Sviss segir Djourou: „Ég hef ekki lagt fram ákæru til þess að fá pening eða snúa aftur í liðið. Ég og liðsfélagar mínir erum ekki málaliðar sem hugsa bara um aurinn, eins og sumir hafa haldið fram."

„Ef rétturinn dæmir mér í dag þá mun ég gefa peninginn til góðgerðarmála."

Djourou segist vera að leita réttar síns til að bæta fyrir þá andlegu vanlíðan og eyðileggingu á orðspori sem hann hefur orðið fyrir. Hann segir það ósanngjarnt að félagið hafi bara gefið leikmönnum 24 klukkustunda umhugsunarfrest.
Athugasemdir
banner