Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 10. apríl 2020 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki hægt að neyða samningslausa leikmenn að vera áfram
Giroud er einn af þeim leikmönnum sem verður samningslaus 30. júní.
Giroud er einn af þeim leikmönnum sem verður samningslaus 30. júní.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Lögmaður sem sérhæfir sig í íþróttatengdum málum segir að leikmönnum á Englandi sé frjálst að yfigefa félög sín þann 30. júní næstkomandi ef samningar þeirra renna út þá.

Keppni er stopp í allflestum deildum í Evrópu og óljóst er hvenær boltinn fer að rúlla á nýjan leik.

FIFA hefur lagt þá tillögu fram að samningar við leikmenn verði framlengdir þangað til að tímabilið klárast.

Nick De Marco, sem hefur gegn starfi lögfræðings fyrir knattspyrnusambönd, leikmenn, félög og umboðsmenn síðan 2002 segir að það sé ekki hægt að neyða leikmenn til að fylgja því og þeir geti gengið frá félögum sínum þegar samningar renna út.

„Lagalega séð þá er ekki hægt að neyða þá til að halda áfram að spila fyrir félag sitt," sagði De Marco við Sky Sports. „Það getur enginn neytt þá til að spila áfram."

„Það sem er líklegast að gerist er að leikmenn framlengi í mjög stuttan tíma á sömu launum. Það mun þó ekki henta öllum."

„Til dæmis ef þú ert leikmaður sem er að klára samning og það jafnvel styttist í að þú sért að enda ferilinn, kannski áttu bara einn samning eftir, þá er kannski erfitt fyrir þig að skrifa undir samning í stuttan tíma."

„Félög í neðri deildunum í fjárhagsörðugleikum vilja ekki borga leikmönnum lengur en til 30. júní og ein stór lausn mun því ekki virka. Það mun velta á hverju máli fyrir sig."

De Marco telur að sum félög muni lenda í fjárhagsvandræðum vegna faraldursins og það komi til með að hafa áhrif á komandi leikmannamarkað. Einhver félög þurfi að selja til að halda sér á floti og þá gætu laun leikmanna eitthvað minnkað.

„Það eru félög sem geta borgað há laun og þau félög munu berjast um bestu leikmennina," segir De Marco, en hann telur jafnframt að bilið á milli ríkustu félaga heims og restarinnar verði enn meira en það er nú þegar.

Sjá einnig:
Draumalið samningslausra leikmanna utan Englands
Úrvalslið samningslausra leikmanna á Englandi
Athugasemdir
banner
banner