Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 10. apríl 2020 11:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi þorði ekki að horfa í áttina að Henry
Lionel Messi var með stjörnur í augunum þegar Thierry Henry kom til Barcelona frá Arsenal árið 2007.

Henry vann tvo Englandsmeistaratitla með Arsenal og var einn besti fótboltamaður í heimi þegar hann kom til Börsunga. Á meðan var Messi enn ungur og að læra. Argentínumaðurinn átti síðar eftir að verða einn besti fótboltamaður allra tíma.

„Þegar hann kom inn í búningsklefann fyrst þá þorði ég ekki að horfa í áttina að honum," sagði Messi að því er kemur fram hjá franska íþróttablaðinu L'Equipe.

„Ég vissi um allt sem hann hefði gert á Englandi. Allt í einu var hann kominn í mitt lið."

„Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Ég elska Henry. Hann átti svo auðvelt með að rekja boltann og klára færi, og fyrir honum er þetta allt náttúrulegt."
Athugasemdir