Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 10. apríl 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
MLS eða Kína frekar en Inter fyrir Messi
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Brasilíska goðsögnin Rivaldo telur að Lionel Messi muni mögulega fara í MLS-deildina eða til Kína í framtíðinni. Hann telur hins vegar ekki að Inter sé möguleiki.

Messi hefur verið orðaður við Inter í gegnum tíðina og sagði Massimo Moratti, fyrrum forseti Inter, fyrr í þessari viku að Inter ætlaði að reyna að kaupa Argentínumanninn.

Messi hefur hingað til leikið allan sinn feril með Barcelona og erfitt er að sjá hann spila annars staðar. Rivaldo, sem lék áður fyrr með Barcelona, segist ekki geta séð það fyrir sér að Messi spili með öðru félagi í Evrópu.

„Það er engin ástæða fyrir hann að fara frá Spáni, en ef það gerist einn daginn þá gæti hann farið í MLS eða til Kína. Það mun aðeins gerast þegar hann hættir að vera svona mikilvægur fyrir Barcelona," sagði Rivaldo.
Athugasemdir
banner
banner
banner