Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 10. apríl 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Snodgrass minnir heilbrigðisráðherrann á heimavinnuna
Snodgrass fagnar marki með West Ham.
Snodgrass fagnar marki með West Ham.
Mynd: Getty Images
Robert Snodgrass, leikmaður West Ham í ensku úrvalsdeildinni, hefur minnt Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, á mikilvægi þess að vinna heimavinnuna.

Hancock gagnrýndi fótboltamenn á dögunum fyrir að taka ekki á sig launalækkun og spila hlutverk í að hjálpa til.

Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni stofnuðu í gær sjóð sem á að styðja við bakið á heilbrigðiskerfinu í Englandi. Góðgerðasjóðurinn ber heitið #PlayersTogether eða #LeikmennSameinast.

Hancock hrósaði því framtaki á Twitter en Snodgrass ákvað að svara honum.

Snodgrass skrifaði: „Það er frábært að hafa þinn stuðning... mundu að vinna heimavinnuna í framtíðinni, um það sem gerum og hverjir við erum sem manneskjur áður en þú ræðst á okkur."

Þá sagði Skotinn einnig: „Þetta snýst ekki um okkur, þetta snýst um alvöru hetjurnar, það fólk sem vinnur í heilbrigðisgeiranum."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner