Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
banner
   mán 10. apríl 2023 23:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
„Þetta er eflaust ruglaðasti leikur sem ég hef spilað"
Arnþór Ari Atlason.
Arnþór Ari Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég veit eiginlega ekki hvernig mér líður. Ég er alveg orðlaus," sagði Arnþór Ari Atlason, miðjumaður HK, eftir magnaðan sigur á nágrönnunum í Breiðabliki í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í kvöld.

„Þetta voru ótrúlegar sviptingar, tilfinningarússíbani. Það verður erfitt að sofna í kvöld."

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  4 HK

„Mér fannst við flottir í dag og áttum þennan sigur skilið. Það var frábær karakter að koma til baka. Þetta er eflaust ruglaðasti leikur sem ég hef spilað."

HK er spáð neðsta sæti í öllum spám og Breiðabliki er spáð Íslandsmeistaratitlinum. HK-ingar voru ekkert að spá í því og mættu með kassann úti í þennan leik.

„Við höfum trú á okkur. Við pælum ekkert í þessum spám. Við mætum út, erum með okkar leikplan og höfum trú á því. Ef við erum allir saman í þessu þá getum við gert flotta hluti. Það er flott að það voru einhverjar hökur sem droppuðu í dag."

„Blikarnir keyrðu yfir okkur á einhverjum fimm mínútum. Þeir geta allt í einu splundrað upp leikjum og unnið þá. Að sama skapi var það vel gert hjá okkur að koma til baka og ná að vinna þá. Ég skal viðurkenna að ég var þungur - maður hefur alltaf trú en maður var hálf rotaður þegar þeir komust yfir. Ég er ekki að þykjast vera einhver kall en þetta var vel gert hjá okkur."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan. Óhætt er að mæla með því.
Athugasemdir
banner
banner