„Ég veit eiginlega ekki hvernig mér líður. Ég er alveg orðlaus," sagði Arnþór Ari Atlason, miðjumaður HK, eftir magnaðan sigur á nágrönnunum í Breiðabliki í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í kvöld.
„Þetta voru ótrúlegar sviptingar, tilfinningarússíbani. Það verður erfitt að sofna í kvöld."
„Þetta voru ótrúlegar sviptingar, tilfinningarússíbani. Það verður erfitt að sofna í kvöld."
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 4 HK
„Mér fannst við flottir í dag og áttum þennan sigur skilið. Það var frábær karakter að koma til baka. Þetta er eflaust ruglaðasti leikur sem ég hef spilað."
HK er spáð neðsta sæti í öllum spám og Breiðabliki er spáð Íslandsmeistaratitlinum. HK-ingar voru ekkert að spá í því og mættu með kassann úti í þennan leik.
„Við höfum trú á okkur. Við pælum ekkert í þessum spám. Við mætum út, erum með okkar leikplan og höfum trú á því. Ef við erum allir saman í þessu þá getum við gert flotta hluti. Það er flott að það voru einhverjar hökur sem droppuðu í dag."
„Blikarnir keyrðu yfir okkur á einhverjum fimm mínútum. Þeir geta allt í einu splundrað upp leikjum og unnið þá. Að sama skapi var það vel gert hjá okkur að koma til baka og ná að vinna þá. Ég skal viðurkenna að ég var þungur - maður hefur alltaf trú en maður var hálf rotaður þegar þeir komust yfir. Ég er ekki að þykjast vera einhver kall en þetta var vel gert hjá okkur."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan. Óhætt er að mæla með því.
Athugasemdir
























