Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   mið 10. apríl 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Bowen ekki með gegn heitasta liði Evrópu
Mynd: EPA
Enski landsliðsmaðurinn Jarrod Bowen verður ekki með West Ham í fyrri leik liðsins gegn Bayer Leverkusen í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á morgun.

Bowen meiddist í leik West Ham gegn Wolves um helgina og þurfti að fara af velli þegar nokkrar mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum.

Englendingurinn hefur verið einn af bestu mönnum West Ham síðustu ár en David Moyes, stjóri félagsins, hafði vonast til þess að hann yrði klár fyrir leikinn gegn Leverkusen.

Ástand Bowen hefur ekki batnað og var hann ekki í flugvélinni sem fór til Þýskalands í gær.

Athletic hefur staðfest að hann verði ekki með í fyrri leiknum gegn heitasta liði Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner