Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, fann fyrir súrsætri tilfinningu þegar að hans lið gerði 2-2 jafntefli gegn KR á Alvogen vellinum í kvöld. Atli Guðnason skoraði jöfnunarmark FH með lokaspyrnu leiksins.
„Þetta var svona upp og niður leikur. KR byrjaði miklu betur heldur en við og settu á okkur mark og hefðu getað sett fleiri. Eftir það þá fannst mér leikurinn jafnast og seinni hálfleikurinn var okkar eign." sagði Óli eftir leik.
„Þetta var svona upp og niður leikur. KR byrjaði miklu betur heldur en við og settu á okkur mark og hefðu getað sett fleiri. Eftir það þá fannst mér leikurinn jafnast og seinni hálfleikurinn var okkar eign." sagði Óli eftir leik.
Lestu um leikinn: KR 2 - 2 FH
FH vildi fá vítaspyrnu rétt áður en að KR skoraði seinna mark sitt undir lok leiksins þegar að boltinn fór í höndina á Albert Watson inní vítateig.
„Að dæma hendi gerist ekki augljósara en þetta. Það er ósanngjarnt að segja að dómarinn hafi rænt okkur en að þeir skuli ekki hafa séð þetta er súrt."
Eins og áður segir jafnaði Atli Guðnason fyrir FH með lokaspyrnu leiksins stuttu eftir að KR hafði komist yfir.
„Við erum komnir með tapaðan leik og náum honum í jafntefli. Ef við hefðum ekki verið að reyna þá hefði þetta ekki verið svona opið en ég vil frekar reyna að vinna og gera þá jafntefli." sagði Óli að lokum.
Athugasemdir