ÍA komst upp úr fallsæti eftir frábæran sigur gegn Vestra í dag. Fótbolti.net ræddi við Lárus Orra Sigurðsson, þjálfara ÍA, eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Vestri 0 - 4 ÍA
„Léttir, ánægður að þetta sé komið í höfn. Það er erfitt að koma hingað, þeir eru með gott lið. Ég er glaður að sjá hvernig mitt lið spilaði í dag, menn voru að leggja gríðarlega mikið á sig, mjög stoltur af liðinu," sagði Lárus Orri.
ÍA tapaði gegn ÍBV í lok ágúst en hefur unnið þrjá leiki í röð. Liðið fór upp fyrir KR í dag en ÍA fær KR í heimsókn í næstu umferð.
„Við vorum í rauninni komnir í þá stöðu að það voru allir búnir að dæma okkur niður. Þetta var erfitt tímabil eftir leikinn í Eyjum þar sem við vorum alls ekki góðir. Þá tóku menn fund og fóru yfir hlutina. Þar var ákveðið að ef það eru okkar örlög að fara niður þá förum við niður að berjast fyrir hvorn annan og fyrir hverju einasta stigi," sagði Lárus Orri.
„Það er ferli sem við erum í núna, við erum ekki búnir að halda okkur uppi, við erum ennþá í miðri á. Nú tekur við að koma sér heim og jafna sig eftir þennan leik og einbeita sér að KR leiknum næsta sunnudag. KR-ingar eru með mjög gott lið og það er mjög erfitt að spila á móti þeim. Það er risa verkefni sem er fyrir höndum og við byrjum strax eftir helgi að einbeita okkur af því."
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 8 | 5 | 9 | 24 - 28 | -4 | 29 |
2. KA | 22 | 8 | 5 | 9 | 29 - 39 | -10 | 29 |
3. Vestri | 23 | 8 | 3 | 12 | 23 - 32 | -9 | 27 |
4. ÍA | 23 | 8 | 1 | 14 | 30 - 43 | -13 | 25 |
5. KR | 22 | 6 | 6 | 10 | 42 - 51 | -9 | 24 |
6. Afturelding | 22 | 5 | 6 | 11 | 29 - 39 | -10 | 21 |
Athugasemdir