Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 10. júní 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Gítarleikari Coldplay vill fá Pochettino aftur til Tottenham
Chris Martin og Johnny Buckland
Chris Martin og Johnny Buckland
Mynd: EPA
Breska hljómsveitin Coldplay bauð fylgjendum sínum á Twitter að spyrja sig spurninga í gær en það komu upp tvær knattspyrnuspurningar sem Johnny Buckland, gítarleikari hljómsveitarinnar svaraði.

Coldplay hefur unnið til fjölda verðlauna um allan heim og selt yfir 100 milljón plötur á heimsvísu.

Hljómsveitin er þekkt fyrir lög á borð við Fix You, Paradise, Sky Full of Stars og Yellow svo fáein dæmi séu nefnd.

Buckland, sem stofnaði hljómsveitina ásamt Chris Martin, svaraði tveimur fótboltaspurningum á Twitter í gær en hann var spurður að því hvern hann væri til í að fá sem næsta stjóra Tottenham og hvaða lið myndi vinna Evrópumótið.

Hann vill ólmur fá Mauricio Pochettino aftur til Tottenham en hann er harður stuðningsmaður félagsins. Það er þó nokkuð ljóst að hann fær ósk sína ekki uppfyllta í bili en Paulo Fonseca er að taka við keflinu hjá Tottenham.

Buckland er fæddur í London en flutti ungur að árum til Wales og spáir því að þjóðin vinnur Evrópumótið í sumar. Tveir afar stórir draumar hjá gítaraleikaranum knáa.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner