Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   fim 10. júní 2021 22:38
Unnar Jóhannsson
Laugi: Við erum ekki ánægðir með byrjunina á tímabilinu
Þróttarar voru í vandræðum í kvöld
Lengjudeildin
Þróttarar töpuðu í kvöld
Þróttarar töpuðu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Baldursson þjálfari Þróttar var eðlilega ósáttur eftir 2-3 tap sinna manna gegn Grindavík á heimavelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Grindavík

„Ekkert sérstaklega ánægður með leikinn okkar, hann var kaflaskiptur. Við vorum undir stóran hluta leiksins." voru fyrstu viðbrögð Guðlaugs eftir leik.

Það var kraftur í Þrótturum í lok fyrri hálfleiks en síðari hálfleikur var slakur að þeirra hálfu.
„Við færðum liðið hægt í varnarleiknum, þeir eru með góða fótboltamenn sem eru klókir og nýttu sér það. Við ætluðum að koma öðruvísi út en raunin varð."

Sam Hewson er búinn að vera meiddur að undanförnu.
„Það er aðeins óljóst, það verða vonandi ekki margar vikur í viðbót í hann."

Þróttarar eru með 4 stig eftir 6 leiki í deildinni.
„Við erum ekki ánægðir með það, við viljum meira og viljum hafa fleiri stig eðlilega."

Næsti leikur er á móti toppliði Fram.
„ Það er verðugt verkefni, við þurfum að stíga upp frá þessum leik ef við ætlum að taka eitthvað út úr þeim leik."

Nánar var rætt við Guðlaug í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner