lau 10. júní 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chicharito spilar ekki meira á þessu ári
Javier Hernandez.
Javier Hernandez.
Mynd: Getty Images
Javier Hernandez, stundum kallaður Chicharito, mun ekki spila meira á þessu ári.

Chicharito varð fyrir því óláni að slíta krossband í leik með Los Angeles Galaxy í Bandaríkjunum síðastliðinn fimmtudag.

Chicharito, sem er fyrirliði La Galaxy, mun fara í aðgerð á næstunni og þarf að horfa sitt lið í stúkunni næstu mánuði. Hann spilar ekki meira á þessu ári, það er ljóst en það tekur yfirleitt í kringum ár að koma til baka eftir slitið krossband.

Þessi öflugi sóknarmaður, sem er núna orðinn 35 ára gamall, er einn þekktasti leikmaðurinn í MLS-deildinni. Hann lék áður fyrr með Manchester United og Real Madrid.

Los Angeles Galaxy hefur leikið frekar illa á þessu tímabili og er bara með tólf stig eftir 15 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner