Memphis Depay, markahæsti leikmaðurinn í hollenska landsliðshópnum, kom þjálfaranum á óvart í 4-0 sigrinum á Kanada á dögunum, en Ronald Koeman var ekkert sérstaklega hrifinn af þessu uppátæki.
Depay kom inn af bekknum og skoraði í sigrinum á Kanada, en hann skartaði hvítt höfuðband sem minnti einna helst á eitthvað úr NBA-deildinni.
Margir veltu því fyrir sér hvort höfuðbandið hafi staðist reglur um búnað leikmanna, en þó fáir sem kvörtuðu sérstaklega yfir þessu.
Koeman sagði á blaðamannafundi að hann hafi ekki verið neitt sérstaklega hrifinn af þessu uppátæki.
„Ég var ekkert sérstaklega hrifinn af þessu og er ekki mikið fyrir það að láta koma mér á óvart á síðustu mínútu, en nú hefur hann æft með þetta og held ég að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu lengur,“ sagði Koeman á blaðamannafundinum.
Depay fær væntanlega einhverjar mínútur í leiknum gegn Íslandi í kvöld, en það eru allar líkur á því að hann verði með sama höfuðband í leiknum.
Memphis Depay wears an illegal headband vs Canada game… Netherlands 4 - 0 is stricken from the history books #Canmnt pic.twitter.com/envTRRlKoA
— RGF (@rgfray1) June 6, 2024
Athugasemdir