Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   þri 10. júní 2025 21:39
Haraldur Örn Haraldsson
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég held að frammistaðan hafi verið fín, sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði Jón Dagur Þorsteinsson leikmaður Íslands eftir að 1-0 tap gegn Norður-Írlandi.


Lestu um leikinn: Norður-Írland 1 -  0 Ísland

„Svo kannski dó þetta út, eftir að þeir fara að tefja leikinn. Við féllum smá í gryfjuna á því að vera ekki að halda tempóinu uppi í leiknum, og skapa okkur nóg. Frammistaðan var allt í lagi, en við þurfum náttúrulega að vinna þennan leik, en svona er þetta," sagði Jón Dagur.

Ísland byrjaði leikinn frekar vel, en það fjaraði út eftir því sem leið á seinni hálfleikinn.

„Mér leið þannig inn á vellinum. Fyrstu 30 mínúturnar fannst mér við vera að ná í góðar stöður og frammistaðan í fyrri hálfleik bara fín. Við náðum ekki alveg að fylgja þessu eftir í seinni hálfleik og vorum ekki alveg nógu hættulegir. Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja," sagði Jón Dagur.

Undankeppnin fyrir HM 2026 hefst í haust og markmið Íslands er að komast á stórmótið.

„Við ætlum allavega að gera alvöru atlögu að því. Þannig við þurfum að byrja sterkt í haust," sagði Jón Dagur

Þrátt fyrir tap, telur Jón að það sé hægt að læra ýmislegt af þessum leik.

„Það er fullt sem við getum tekið úr þessum leik sem er gott, og hlutir sem við þurfum að laga. Þannig að við förum yfir þetta og setjumst yfir þessu í næsta glugga, og keyrum á þetta í haust." sagði Jón Dagur.

Núna fara flestir landsliðsmennirnir í sumarfrí eftir langt tímabil en Jón Dagur á ekki marga daga eftir af því.

„Ég á bara tíu daga eftir, þannig það er bara golf á Íslandi og slaka á," sagði Jón Dagur.


Athugasemdir
banner