Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 09. júní 2025 17:03
Atli Arason
Halli Hróðmars: Stærra en fólk gerir sér almennt grein fyrir
Lengjudeildin
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt gleði sinni eftir fyrsta sigur liðsins á heimavelli í Grindavík, í tæplega tvö ár.


„Þetta er stærra en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Fólkið hér vill fá tækifæri til að hittast, fólkið hér vill byggja upp bæinn hérna. Bara að eitthvað sé að gerast hérna skiptir máli og mætingin hefur verið frábær. Fólkið okkar kemur hingað, bæði þau sem hafa áhuga á fótbolta og ekki, bara til að hittast og sjá aðra. Það er ofboðslega gaman eftir tvo heimaleiki í röð án sigurs að ná í þrjú stig og reyna þá að hamra áfram á það járn, að rosalega gaman sé að mæta á heimavöllinn okkar,“  sagði Haraldur í viðtali við Fotbolti.net eftir leik.

Grindavík var bæði manni og marki undir en náði á einhvern ótrúlegan hátt að snúa leiknum sér í vil.

Mér fannst við góðir í þessum leik. HK-ingar áttu örugglega fleiri og lengri góða kafla en mér fannst við standa vel og vera hættulegir. Að lenda 1-0 og einum manni undir er erfitt en við náum að snúa því. Það sýnir liðsheild,“ svaraði Haraldur aðspurður út í viðbrögð sín af leiknum.

Gleðin hjá Grindvíkingum í leikslok var ósvikin og mikið fagnað. Haraldur var glaður að geta skilað þremur stigum á heimavelli eftir allt sem hefur gengið á undanfarið.

Við höfum lent í öllum andskotanum. Það hafa alltaf verið marka leikir hjá okkur og ég hef ekki haft áhyggjur af því að við náum ekki að skora. Það var erfitt í dag því að HK vörnin er djöfull sterk, ekki spurning,“ sagði Haraldur að lokum en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner