Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   þri 10. júní 2025 21:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Daníel Leó: Vorum heppnir að fá ekki á okkur annað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við byrjum vel, náðum að pressa þá hátt og náðum að halda boltanum vel. Við náðum kannski ekki að koma okkur góðar stöður ofarlega á vellinum," sagði Daníel Leó Grétarsson eftir tap íslenska landsliðsins gegn Norður-Írlandi í æfingaleik í Belfast í kvöld.

Lestu um leikinn: Norður-Írland 1 -  0 Ísland

„Fyrstu 20-30 mínúturnar voru góðar en svo fá þeir móment með sér og enda hálfleikinn vel. Við fáum mark á okkur og vorum heppnir að fá ekki á okkur annað. "

Daníel Leó var að spila sinn fyrsta landsleik undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar.

„Þetta er fyrsta verkefnið sem ég með nýjum þjálfara. Auðvitað tekur það tíma að komast inn í kerfið, erum að spila allt öðruvísi en ég er vanur. Mér fannst ég koma ágætlega inn í þetta, fá sjálfstraustið til að stíga ofar á völlinn með boltann og fá að kynnast liðinu í þessum leikstíl."

Næst á dagskrá hjá íslenska liðinu er undankeppni HM sem hefst í september. Fyrsti leeikur er heimaleikur gegn Aserbaísjan og svo útileikur gegn Frakklandi.

„Við erum með gott lið og eigum góða möguleika. Við förum með gott sjálfstraust inn í þetta mót og vitum hvað við getum," sagði Daníel Leó.
Athugasemdir
banner